Translate to

Fréttir

Hátíðahöld á Ísafirði og Suðureyri 1. maí

Baráttudagur verkafólks, 1. maí verður haldinn hátíðlegur að vanda á Ísafirði og Suðureyri. Hátíðarhöldin hefjast kl. 14:00 með kröfugöngu á báðum stöðum.
Á Ísafirði verður gengið frá Baldurshúsinu að Edinborgarhúsi. Ræðumaður dagsins verður Sigurður Bessason formaður Eflingar.
Lúðrasveit Tónlistarskólans undir stjórn Madis Maekalle flytur tónlist og sömuleiðis hjónin Selvadore Rähni og Tuuli Rähni.
Elsa Arnardóttir forstöðumaður Fjölmenningarseturs flytur pistil dagsins og að lokum flytja nemendur Menntaskólans á Ísafirði atriði úr leikritinu Þrek og tár.
Kaffiveitingar verða í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.
Kvikmyndasýningar fyrir börn verða í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00.

Á Suðureyri leggur kröfugangan af stað frá Brekkukoti. Boðsund barna verður í Sundlaug Suðureyrar og að því búnu kaffiveitingar í Félagsheimili Súgfirðinga. Þar verður flutt ræða dagsins og sungið og leikið á hljóðfæri.
Dagskrá hátíðahaldanna má sjá hér.


Deila