Translate to

Fréttir

Hvers vegna er verð á bílavarahlutum er ekki að lækka meira en raun ber vitni?

Verð á bílavarahlutum lækkar ekki í samræmi við væntingar

Verðlagseftirlit ASÍ áætlar að varahlutir s.s. bremsuklossar, stuðarar og stýrisendar sem áður báru 15% vörugjöld ættu að lækka um 15,2% þegar horft er til afnáms vörugjalda og lækkunar vsk. úr 25,5% í 24%. 

Í ljós kemur að í 14% tilfella hækkar verð eða er óbreytt, í fjórðungi tilfella lækkar verð um 0-4,9%, í 17% tilfella um 5-9,9% og í 19% tilfella um 15% eða meira. Með öðrum orðum er verð í 81% tilfellum að lækka minna en sem nemur áhrifum af afnámi vörugjalda og lækkunar á vsk.

Þegar einstök fyrirtæki eru skoðuð nánar sést að hlutfallslega lækka Toyota, Hekla og Bílanaust verð oftast á bilinu 0-4,9%, Askja og Bernard oftast á bilinu 5-9,9%, Brimborg á bilinu 10-14,9% en algengasta hlutfallslega lækkunin hjá B/L og AB varahlutum er 15% eða meira. Það er því mjög misjafnt hvernig verð er að lækka á umræddu tímabili milli verslana.

Nánar á ASI.IS

Deila