þriðjudagurinn 6. nóvember 2012

LÍÚ heimilt að afla umboðs til boðunar verkbanns

Samtök atvinnulífsins hafa veitt LÍÚ heimild til að afla umboðs frá aðildarfyrirtækjum til boðunar verkbanns á kjaradeilu þeirra við aðildarsamtök sjómanna.  Áður hafði aðalfundur  LÍÚ samþykkt að hefja undirbúning á atkvæðagreiðslu um verkbann á kjaradeiluna sem enn er í hörðum hnút.  En að loknum samningafundi aðila hjá ríkissáttarsemjara í síðustu viku lýstu forsvarsmenn samninganefndar LÍÚ því yfir að viðræður þeirra við aðildarsamtök sjómanna væru árangurslausar.  En til að meiga boða verkbann þurfa viðræður að hafa verið lýstar árangurslausar af hálfu  vinnuveitanda.  Forsvarsmenn útgerðarinnar líta svo á að ekki verði hægt að halda viðræðum áfram  nema samtök sjómanna ljái því máls að skoða breytingar á hlutaskiptakerfi sjómanna. Þessari meginkröfu LÍÚ hafna samtök sjómanna með öllu og krefja útgerðina á móti um uppbætur á persónuafslætti sjómanna.  Frá þessu er einnig greint á heimasíðu SA.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.