Verðlagseftirlit ASÍ kannaði á mánudaginn verð á 45 algengum lyfjum sem seld eru án lyfseðils. Farið var í 18 apótek en Árbæjarapótek, Lyfjaborg Borgartúni og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Garðs Apóteki Sogavegi í 25 tilvikum af 45. Lyfja Borgarnesi var hins vegar oftast með hæsta verðið eða í 12 tilvikum af 45.
Af algengum lausasölulyfjum má nefna Postafen sem er gefið við ferðaveiki (10 stk.) sem var dýrast á 590 kr. hjá Siglufjarðar Apóteki en ódýrast á 440 kr. hjá Garðs Apóteki, sem er 150 kr. verðmunur eða 34%. Exemkremið Mildison Lipid (30 gr.) var dýrast á 1.525 kr. hjá Rima Apóteki, Langarima en ódýrast á 1.190 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 28% verðmunur. Verkjalyfið Treo (500 mg. 20 stk.) var dýrast á 889 kr. hjá Lyfju en ódýrast á 635 kr. hjá Garðs Apóteki sem er 40% verðmunur. Ofnæmislyfið Histasin (10 mg. 30 stk.) var dýrast á 1.359 kr. hjá Lyfju en ódýrast á 988 kr. hjá Apótekinu Akureyri sem er 38% verðmunur.

Könnunin var gerð í eftirtöldum apótekum: Apóteki Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11; Apótekarinn Smiðjuvegi, Kópavogi; Apótekinu Akureyri, Furuvöllum 17; Garðs Apóteki, Sogavegi 108; Lyf og heilsu Selfossi; Lyfju Borgarnesi; Lyfjavali Álftamýri, Álftamýri 1-5; Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22; Reykjavíkur Apóteki, Seljavegi 2; Rima Apóteki, Langarima 21; Skipholts Apóteki, Skipholti 50B; Urðarapóteki, Vínlandsleið 16; Akureyrarapóteki, Kaupangi við Mýrarveg; Apóteki Vesturlands, Smiðjuvöllum 32, Akranesi; Siglufjarðar Apóteki, Norðurgötu 4B; Apóteki Garðabæjar, Litlatúni 3; Apóteki Suðurnesja, Reykjanesbæ; Austurbæjar Apóteki, Ögurhvarfi 3. Árbæjarapótek, Lyfjaborg Borgartúni og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni. Nánar er fjallað um könnunina á heimasíðu ASÍ.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.