Translate to

Fréttir

Opinn félagsfundur trúnaðarráðs Verk Vest 15. febrúar

Verk Vest auglýsir opinn félagsfund trúnaðarráðs Verk Vest fimmtudaginn 15. febrúar kl.18.00 á 4 hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Endurskoðun kjarasamninga er eitt heitasta umræðuefnið innan veraklýðshreifingarinnar og framundan ákvörðun um hvort segja skuli upp kjarasamningum.

Gestir fundarins vera þau Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og Drífa Snædal, framkvæmdastýra Starfsgreinasambands Íslands. En þau ætla fara yfir stöðuna í kjaramálum og það sem er framundan hjá Starfsgreinasambandinu.  

Á fundinum verður einnig kynning á verkefninu "Ungir leiðtogar" sem er námskeið fyrir ungt fólk í verkalýðshreyfingunni.

Félagið gerir ráð fyrir að halda félagsfundi á Hólmavík, Patreksfirði og Reykhólum dagana 21 - 22. febrúar. Nánari tíma- og staðsetningar verða auglýstar síðar. 

Deila