föstudagurinn 31. maí 2013

Orlofsuppbótin 2013

Nú styttist í að félagsmenn hjá Verk Vest eigi að fá greiddda orlofsuppbót fyrir orlofsárið 2013 sem hófst þann 1. maí. Orlofsuppbót innifelur orlof, eru föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (1. maí til 30. apríl), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.
Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2013 er:

Kjarasamningur SGS og SA (almenni markaður): kr. 28.700-.

Kjarasaningur Verslunar og skrifstofufólks: kr. 21.600,-
Rétt er að benda verslunar- og skrifstofufólki á reiknivél
fyrir orlofsuppbót á heimasíðu VR.

Kjarasamningur Iðnaðarmanna: kr. 28.700,- ( Iðnnemar fá sömu orlofsuppbót)

Kjarasamningur SGS við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs kr. 28.700-.

Kjarasamningur SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga kr. 38.000-.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.