þriðjudagurinn 8. maí 2012

Úthlutun orlofsbústaða

Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn og Eygló Jónsdóttir gjalkeri Verk Vest við útdráttinn
Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn og Eygló Jónsdóttir gjalkeri Verk Vest við útdráttinn
Nú eiga allir þeir sem fengu úthlutað orlofsbústöðum að hafa fengið sent bréf frá félaginu með upplýsingum um úthlutunartímabil og frest til að staðfesta úthlutun. En félaginu þarf að hafa borist staðfesting í formi greiðslu fyrir 20. maí næst komandi. Eftir þann tíma verða laus tímabil auglýst til umsóknar hér á síðunni. Þá gildir reglan fyrstur kemur fyristur fær. Félaginu bárust óvenju margar umsóknir þetta árið og er ljóst að félagsmenn Verk Vest ætla sér að nýta þá orlofskosti sem félagið býður upp á. Það eru samt alltaf sömu vikurnar sem eru vinsælastar og þarf að draga um þær. Svo allt fari nú löglega fram hefur fulltrúi frá lögreglunni á Vestfjörðum komið og dregið. Að þessu sinni var það Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðumi sem sá um útdráttinn.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.