Translate to

Fréttir

Yfirmenn í Straumsvík ganga í störf verkafólks - verkafólk sent heim!

Mynd: kjarninn.is Mynd: kjarninn.is

Í gærkvöldi staðfesti Félagsdómur að boðað uppskipunarbann starfsmanna við álverið í Straumsvík væri lögleg aðgerð. Skilningur stéttarfélaganna er sá að eingöngu forstjóri fyrirtækisins og yfirmaður viðkomandi sviðs megi ganga í störf verkafólks. Í morgun var aftur á móti mættur fjöldi yfirmanna til að ganga í störf verksfólksins og vinna að uppskipun áls til útfluttnings. Ekki nóg með að yfirmenn væru mættir til að ganga í störf verkafólks þá var hafnarverkafólkið sem var að sinna sínum störfum sent heim úr vinnu.

Ljóst er að með þessum hætti eru verkfallsátökin í Straumsvík að taka á sig allt aðra og harðari mynd. Rio Tinto Alcan í Straumsvík ætlar sér með þessum hætti að brjóta markvisst á réttindum starfsfólks sem hefur boðað til löglegra aðgerða til að ná fram kjarasamningi við fyrirtækið. Það er með hreinum ólíkindum ef Samtök atvinnulífsins taka ekki af skarið og stöðva lögbrot fyrirtækisins gegn löglega boðaðri vinnustöðvun starfsfólks.

Verkalýðsfélag Vestfirðinga sendir starfsmönnum álversins í Straumsvík og stéttarfélögum þeirra baráttukveðjur og heitir fullum stuðningi við löglega boðaðar aðgerðir starfsmanna til að ná fram nýjum kjarasamningi.

Deila