Translate to

VIRK - endurhæfing

Áhugahvetjandi samtal hjá VIRK

Verið er að innleiða notkun Áhugahvetjandi samtals við starfsendurhæfingarráðgjöf hjá VIRK. Nú hafa 22 ráðgjafar lokið grunnnámskeið í Áhugahvetjandi samtali og í vetur er stefnt að því að allir ráðgjafar VIRK ljúki því námskeiði.  Stefnt er að framhaldsnámskeiði eftir áramót fyrir alla ráðgjafa og er það í fyrsta skipti á Íslandi sem slíkt námskeið verður haldið.

Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Aðferðin hefur gefist vel til að vinna með einstaklingum sem eru á báðum áttum varðandi breytingu eða eru tregir til, þar sem það nýtir tvíbendni til að færa einstakling áfram í breytingarferlinu. Tvíbendni er það kallað þegar tvær leiðir eru í boði sem báðar hafa ákveðna kosti og galla fyrir einstaklinginn. Áhugahvetjandi samtal skapar tækifæri fyrir einstaklinga að vega og meta báðar leiðir án þess að dæma eða gagnrýna. Þannig má kalla fram og efla innri áhugahvöt til hegðunarbreytinga („ég ætla að breyta af því að ég vil það“) og skapa jákvæða breytingu á styttri tíma en almennt er talið mögulegt Miller, 2009).

Lesa meira

Deila