VIRK - endurhæfing

Aukið samstarf innan velferðarkerfisins

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður gegnir mikilvægu hlutverki innan velferðarkerfisins og hefur lagt mikið afl í að samþætta þjónustu atvinnutengdrar starfsendurhæfingar við þjónustu annarra stofnana.

VIRK hefur á undanförnum tveimur árum lagt sérstaka áherslu á gott samstarf við alla aðila innan velferðarkerfisins með það að markmiði að tryggja góðan og samfelldan þjónustuferil fyrir einstaklinga. Áhersla er alltaf lögð á það að finna einstaklingum réttan farveg í góðu samstarfi við aðra fagaðila innan kerfisins og þar með auka líkurnar á því að starfsendurhæfing einstaklingsins verði árangursrík.

Sjá nánar í frétt á vefsíðu VIRK.

Deila