VIRK - endurhæfing

Fjölsótt og fróðleg ráðstefna hjá VIRK

Árangursrík starfsendurhæfing samhliða markvissu matsferli var umfjöllunarefni fjölsóttrar ráðstefnu sem VIRK Starfsendurhæfingarsjóður stóð fyrir í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 21. maí en fagleg þróun hjá VIRK hefur frá upphafi miðað markvisst að því að byggja upp starfsendurhæfingarferil samtvinnaðan við matsferil, þar sem markvisst er horft til styrkleika einstaklingsins en unnið samhliða með þær hindranir sem valda því að viðkomandi getur ekki unnið.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru þau Ása Dóra Konráðsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingarsviðs VIRK, Gert Lindenger og Annette de Wind. Lindenger, sem er forseti EUMASS (Samtaka tryggingalækna í Evrópu), og de Wind eru bæði læknar að mennt og hafa m.a. starfað um árabil í tengslum við tryggingastofnanir í Hollandi og Svíþjóð. Auk þess fluttu Sólveig Ása Árnadóttir dósent við HÍ, Sveina Berglind Jónsdóttir deildarstjóri mats og eftirlits hjá VIRK og Inga Jónsdóttir sviðsstjóri iðjuþjálfunar á Reykjalundi erindi á ráðstefnunni. 

Sjá nánar í frétt á virk.is

Deila