Translate to

VIRK - endurhæfing

Gleði á vinnustað og tíu gleðiráð

Rannsóknir hafa sýnt að hagnaður fyrirtækja, þar sem vinnugleði er ríkjandi, er nær tvöfalt meiri en samanburðarfyrirtækjanna og að vinnugleði getur dregið úr fjarveru starfsfólks sem og minnkað starfsmannaveltu. Stjórnendur bera ábyrgð á því að skapa umhverfi sem ýtir undir starfsánægju. Hins vegar ber hver starfsmaður ábyrgð á eigni starfsánægju og gleði í vinnu en hvorki vinnufélagarnir, yfirmenn né samfélagslegir þættir. Rannsóknir hafa einnig sýnt að skort á starfsánægju má oft rekja til tímapressu, umkvartana, vöntun á hrósi og viðurkenningu. Gleði og starfsánægja á vinnustöðum er því samspil stjórnunar, menningar, samstarfsfólks og síðast en ekki síst að hver starfsmaður velji sér það viðhorf að vera ánægður í starfi.

Sjá Tíu gleðiráð

Sjá nánar á virk.is


Deila