Translate to

VIRK - endurhæfing

Maður staðnar ekki í þessu starfi

„Við tókum inn um þrjú hundruð einstaklinga í samstarf við VIRK á síðasta ári, þetta er stórt stéttarfélag,“ segir Eymundur G. Hannesson ráðgjafi VIRK hjá VR í viðtali við ársrit VIRK. Hann segir snemmtæka íhlutun besta. Hins vegar sé óeðlilegt að grípa of fljótt inn í. „Fólk getur oft verið búið að bjarga ýmsum málum sjálft á hæfilegum biðtíma. Ekki er hægt að alhæfa hve langur tími er æskilegur í hverju tilviki, það fer eftir stöðu mála hjá viðkomandi einstaklingi. En almennt myndi ég segja að ef fólk er komið af vinnumarkaði er æskilegt að skoða hvort aðstoðar sé þörf að þremur mánuðum liðnum.“.

Allar beiðnir sem berast til VIRK um þjónustu séu metnar og skoðað hvort þær séu raunhæfar eða ekki. „Sé svo er best að ekki líði langur tími þar til starfsendurhæfing hefst. Þetta ferli þarf að vanda vel og þróunin í þeim efnum hefur verið hröð hjá VIRK.“. VIð upphaf starfsendurhæfingarferils einstaklings sé sett upp einstaklingsmiðuð áætlun sem ráðgjafar hafa umsjón með og fylgja eftir til loka þjónustu. „Það er gaman að útskrifa fólk, tilbúið til að taka þátt í störfum samfélagsins. Eitt er víst, maður staðnar ekki í þessu starfi.“ segir Eymundur m.a. í viðtali sem birtist í Ársriti VIRK 2015 og sjá má í heild sinni hér

Deila