Verkalýðsfélag Vestfirðinga heldur fund með félagsmönnum sínum sem eiga launakröfu á West Seafood

Fundurinn verður haldinn í Gunnukaffi á Flateyri mánudaginn 16. September klukkan 13:00. Þar verður félagsmönnum leiðbeint um hvernig þeir skuli standa að því að leita réttar síns varðandi ógreidd laun, og kemur pólskur túlkur til með að verða á staðnum.

 ---

Verk Vest workers union will have a meeting with members who claim salary from West Seafood

The meeting will take place at Gunnukaffi at Flateyri monday september 16th at 13:00 hrs. Members will get information on how to claim their rights regarding unpaid salary.

 ---

Zebranie związków zawodowych Verk Vest z ich członkami, którzy ubiegają się o swoje zaległe wynagrodzenie od firmy West Seafood.

Zebranie odbędzie się 16 września 2019 r. o godzinie 13.00 w Flateyrach w kafeterii Gunnukaffi . Na tym też spotkaniu poinformujemy  Naszych członków związków o ich prawach w sprawie zaległych płac . Na miejscu będzie polski tłumacz.


Frá Flateyri. Mynd ruv.is
Frá Flateyri. Mynd ruv.is

Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri hefur verið útskurðað gjaldþrota, en fyrirtækinu hafði áður tekist að forða sér frá gjaldþroti í mars á þessu ári. Með gjaldþrotinu hefur í raun verið höggvið á langvarandi óvissu hjá starfsfólki fyrirtækisins um áframhaldandi rekstur þess. Fyrr á þessu árið hljóp Verk Vest undir bagga og lánaði starfsfólki vegna vangoldinnar orlofslauna fyrirtækisins sem námu um 7 milljónum króna.

Um 20 manns störfuðu hjá fyrirtækinu fyrir sumarlokun en Verk Vest hefur ekki fengið staðfest nákvæmlega hve margir voru á launaskrá þegar fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota. Verk Vest rekur þegar nokkurn fjölda mála fyrir félagsmenn er varða kjarasamningsbrot West Seafood gagnvart félagsmönnum og bætast þau mál við þær kröfur sem hljótast af gjaldþrotinu. Af þeim orsökum má leiða líkum að því að gjaldþrotið snerti á fjórða tug félagsmanna Verk Vest. Þar sem stéttarfélagsiðgjöld falla ekki undir Ábyrgðasjóð launa líkt og lífeyrissjóðsiðgjöld má áætla að töpuð stéttarfélagsiðgjöld til Verk Vest nemi um 6 milljónum króna með dráttarvöxtum en félagið hefur undanfarna mánuði staðið í ítrekuðum innheimtum á iðgjöldum gagnvart fyrirtækinu án árangurs. 

Verk Vest hefur boðað til fundar með starfsfólki mánudaginn 16. september til að fara yfir réttarstöðu starfsmanna við gjaldþrot. Einnig mun fulltrúi frá Vinnumálastofnun vera viðstaddur til að upplýsa starfsfólk um réttindi vegna atvinnuleysisbóta. Fundurinn verður haldinni í Gunnukaffi á Flateyri og hefst kl.13.00.  

 

Starfsfólki fyrirtækisins er bent á að leita til Verk Vest sem mun aðstoða félagsmenn vegna málsins.

 


Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar - stéttarfélags hafa undirritað samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila þar sem stefnt er að gerð nýs kjarasamnings fyrir 20. október næstkomandi. Jafnframt drógu SGS og Efling - stéttarfélag til baka vísun kjaradeilu aðila til ríkissáttasemjara.

Þann 1. október 2019 verður hverjum starfsmanni greidd innágreiðsla á væntanlegan kjarasamning að upphæð 125.000 kr. miðað við fullt starf. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu frá og með 1. apríl 2019 til og með 30. september 2019.  Starfsmenn í fæðingarorlofi og tímavinnufólk fær innágreiðsluna.

Það er sameiginlegur skilningur aðila að ofangreind fjárhæð sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma hinna endurnýjuðu kjarasamninga aðila og verði metinn sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.

Má segja að með þessu samkomulagi hafi verið höggvið á mjög erfiðan hnút í kjaradeilu SGS við sveitafélögin og er boðað til samningafundar miðvikudaginn 11.september kl.10.00.


Þar sem starfsmaður Verk Vest á Patreksfirði þarf að sinna öðrum verkefnum fyrir félagið lokar skrifstofan kl. 15:00 í dag mánudag, og opnar kl. 12:00 á morgun þriðjudag.

Félagsmenn vinsamlega snúið ykkur til skrifstofu Verk Vest á Ísafirði á meðan í síma 456 5190.


miðvikudagurinn 4. september 2019

Lokað á Patreksfirði

Vegna starfsmannafundar verður skrifstofan á Patreksfirði lokuð frá kl.10.30 - 12:00. Bendum félagsmönnum okkar á að óbreytt opnun er hjá skrifstofu félagsins á Ísafirði.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.