þriðjudagurinn 19. mars 2019

Göngum ekki í störf félaga okkar !

Verkalýðfélags Vestfirðinga lýsir yfir fullum stuðningi við boðuð verkföll félaga okkar í Eflingu og VR. Um leið hvetjum við félagsmenn okkar til þess að ganga alls ekki í störf félagsmanna Eflingar og VR. Það er áríðandi að við styðjum baráttu félaga okkar fyrir bættum kjörum.

Stjórn Verkalýðfélags Vestfirðinga


SGS slítur viðræðum. Mynd mbl.is
SGS slítur viðræðum. Mynd mbl.is

Starfsgreinasamband Íslands hefur ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Síðastliðin föstudag samþykkti viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins einróma að ef ekki kæmu fram nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins um helgina hefði viðræðunefnd sambandsins fulla heimild til þess að slíta kjaraviðræðum. Engar nýjar hugmyndir eða tillögur hafa komið fram frá Samtökum atvinnurekenda.

Því hefur viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins slitið kjaraviðræðum og mun í kjölfarið sækja heimild til aðgerða frá félagsmönnum.

Reykjavík 18. mars 2019.

Fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands.

Nánari upplýsingar: Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, í síma 894 0729.


Informacja prasowa od Służby Zatrudnienia Islandi. 

W ciągu ostatnich trzech tygodni negocjacje dotyczące nowej umowy płacowej Związkow Zawodowych i Konfederacji Pracodawców Islandzkich ,prowadzone są pod kierunkiem ministra paktu państwowego. Negocjacje były przedmiotem dyskusji na temat nowej tabeli wynagrodzeń, skrócenia tygodnia pracy, koordynacji rynku pracy i innych kwestii. W ostatnich tygodniach odbyły się dyskusje, inne idą w dobrym kierunku, a inne są nierozwiązane, a zatem wydaje się, że nie jest już możliwe. Wykonana współpraca jest pozytywna i miejmy nadzieje ze jednak przydatna.

Komitet negocjacyjny SGS zgadza się, że jeśli nowe pomysły lub odpowiedzi Konfederacji Pracodawców nie pojawią się w najbliższych dniach, komitet konsultacyjny będzie w pełni upoważniony do ogłoszenia nieudanych dyskusji pomimo pośrednictwa Państwowego Mediatora Pojednawczego i zakończenia negocjacji.


Fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands.

Undanfarnar þrjár vikur hafa samningaviðræður um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífins farið fram undir verkstjórn Ríkissáttasemjara.  Forsendur viðræðna hafa verið umræða um nýja launatöflu, styttingu vinnuvikunnar, samræmingu á vinnumarkaði og fleiri atriði.

Í viðræðum undanfarinna vikna hefur ýmislegt áunnist, annað þokast í rétta átt og sumt er óleyst og því virðist ekki vera lengra komist að sinni. Sú vinna sem hefur verið unnin er þó gagnleg og nýtist vonandi  framhaldinu.

Samninganefnd SGS samþykkir að komi ekki nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins á næstu dögum hafi viðræðunefndin fulla heimild til lýsa yfir árangurslausum viðræðum þrátt fyrir milligöngu Ríkissáttasemjara og slíta viðræðum.

 

Reykjavík 15. mars 2019.

Nánari upplýsingar: Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, í síma 894-0729.


Vegna aukins umfangs í ferðaþjónustu á Íslandi hefur starfsmönnum gististaða fjölgað mikið undanfarin ár. Í þeim hópi eru starfsmenn sem sinna hótelþrifum og ákvað Vinnueftirlitið að ráðast í könnun og úttekt á vinnuumhverfi þessa hóps samfara ábendingum um að gæta þurfi að starfsumhverfi hans sérstaklega. Markmiðið með átakinu var því að kanna vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif á Íslandi og meta vinnuaðstæður og álag.

Átaksverkefnið gefur einnig innsýn í breyttan vinnumarkað á Íslandi þar sem mikil fjölgun erlendra starfsmanna blasir við. Rannsaka þarf betur vinnuumhverfi og hagi þeirra erlendu starfsmanna sem starfa hér á landi með viðameiri rannsókn en þannig má fá enn betri mynd af þeim raunveruleika með það að markmiði að efla vinnuvernd og tryggja heilsusamlegt vinnuumhverfi allra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði.

Niðurstöður átaksins leiddu í ljós að vinnuumhverfi þeirra sem vinna við hótelþrif á Íslandi er að mörgu leyti ábótavant. Gefin voru mörg fyrirmæli sem sneru að líkamlegu álagi vegna ófullnægjandi vinnuaðstæðna þar sem var unnið í slæmum vinnustellingum m.a. vegna lágrar vinnuhæðar, þrengsla, erfiðs aðgengis og ófullnægjandi búnaðar. Verulega skorti á að skipulegt vinnuverndarstarf í forvarnarskyni væri til staðar því í tæplega 70% tilvika vantaði áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir vinnustaðinn eða að áætlunin var metin ófullnægjandi. Áberandi var að áhættumat gagnvart líkamlegum álagsþáttum skorti auk forvarnaraðgerða og því voru gefin fjölmörg fyrirmæli þar að lútandi.

Í ljósi niðurstaðna átaksins er rík ástæða til þess að hvetja forsvarsmenn hótela og gististaða til þess að gera eða fara yfir gildandi áætlun um öryggi og heilbrigði á eigin vinnustað til að meta/endurmeta þá áhættuþætti sem hefur verið fjallað um í þessari skýrslu.

Ítarlegri upplýsingar um verkefnið og niðurstöður má lesa um á vef Vinnueftirlitsins.

 


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.