Alþýðusamband Íslands minnir opinbera aðila á að þeir beri að sýna ábyrgð til að viðhalda verðstöðugleika. Þetta kemur fram í nýlegum pistli frá ASÍ. Þar kemur einig fram að nú standi yfir gerð fjárhagsáætlana hjá sveitafélögum og þeim beri að horfa til samkomulags sem Samband íslenskra sveitarfélaga skrifaði undir í tengslum við Lífskjarasamningana.

Einn af helstu tekjustofnum sveitarfélaga eru fasteignagjöld og kemur fram að breytingar á fasteingamati er að skila sér í hækkun fasteingaskatts. Áríðandi er að sveitarfélögin lækki álagningahlutfall þannig að hækkanir á fasteignasköttum verði innan við 2,5%. Ljóst er að verðlagseftirlit ASÍ mun fylgjast vel með hver þróun mála og veita sveitarfélögum aðhald þegar kemur að breytingum á gjaldskrám. 

Nánar er hægt að lesa um breytingu á fasteignamati á heimasíðu ASÍ og hvaða hækkun slíkt muni leiða af sér komi ekki til breytingar á gjaldstofni.   

 


fimmtudagurinn 14. nóvember 2019

Iðnaðarmenn semja við sveitafélögin

Úr karphúsinu eftir Lífskjarasamninga
Úr karphúsinu eftir Lífskjarasamninga

Samband iðnfélaga, Matvís og VM hafa undirritað kjarasaming við Samband íslenskra sveitafélaga. Nýr kjarasamningur gildir frá 1. nóvember 2019 - 31. mars 2023 verði hann samþykktur í atkvæðagreiðslu sem á að vera lokið 28. nóvember. 

Hér er hægt að skoða samninginn nánar.

Af öðrum samningaviðræðum við sveitafélög og ríkið þá er SGS í viðræðum vegna starfsfólks hjá sveitafélögum og ríkisstofnunum og hittust samningsaðilar á fundum í dag án þess að dragi til tíðinda.

 


fimmtudagurinn 14. nóvember 2019

Afsláttarflugmiðar tímabundið uppseldir

Mynd: ernir.is
Mynd: ernir.is

Afsláttarflugmiðar fyrir félagsmenn Verk Vest með flugfélaginu Ernir á flugleiðinni milli Bíldudals og Reykjavíkur eru uppseldir eins og kemur fram á orlofssíðu okkar. Orlofssjóður Verk Vest hefur átt í samningaviðræðum við flugfélagið Erni um áframhaldandi afsláttarkjör og vonast til að geta boðið félagsmönnum upp á afsláttarflugmiða strax á nýju ári. Fram að þeim tíma er félagsmönnum bent á bókunarvef https://www.ernir.is/ þar sem einnig bjóðast hagstæð afsláttarkjör á flugleiðum flugfélagsins. 


SGS og Eflingu barst núna eftir hádegið bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt var að sveitarfélögin hefðu einhliða ákveðið að vísa yfirstandandi kjaradeilu til Ríkissáttasemjara. Ástæðan sem tilgreind er og vísað til er ályktun sem samþykkt var í tilefni af kvennafrídeginum á þingi SGS í síðustu viku. Þar var meðal annars var fjallað um stöðu ófaglærða verkakvenna og stöðunni kjaradeilunni.


Sveitarfélögin virðast telja ástæðu til að slíta viðræðum við SGS og Eflingu þegar þau segja hlutina eins og þeir eru alveg óhrædd við að berjast fyrir eðlilegum réttindum og betri kjörum fyrir sitt fólk. Kjarkurinn er nú ekki meiri en svo hjá samninganefnd sveitarfélaganna að þau treystu sér ekki til þess að koma þessu á framfæri á fundi né að hafa samband með beinum hætti við okkur sem sína viðsemjendur.


Er það raunar í samræmi við þeirra framgöngu og málatilbúnað síðan samningar runnu út í apríl, hvort sem það snýr að jöfnun lífeyrisréttinda, innágreiðslum, fyrirkomulag viðræðna eða öðrum atriðum.
það er skrýtinn veruleiki sem birtist í þessu bréfi sveitarfélaganna að telja það ekki ,,að koma illa fram við kvennastéttir og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítisvirðing í yfirstandandi viðræðum“ að neita að ræða kröfur þessa hóps, vísa hluta þeirra til dómstóla og sýna sjónarmiðum okkar í engu skilning.


Starfsgreinasambandið mun ekki láta hræða sig frá því að álykta á sínum þingum um það sem brennur á okkar fólki eða standa fast á okkar réttmætu og eðlilegu kröfum.


Það er aftur á móti ljóst að þessi málatilbúnaður sveitarfélaganna stuðlar með engu móti að lausn þessarar alvarlegu deilu og hvaða afleiðingar það getur haft er alfarið á ábyrgð Sambands íslenskra sveitarfélaga.


föstudagurinn 11. október 2019

Opnun leigutímabils verður 18. nóvember

1 af 2

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur fest kaup á sex nýjum íbúðum í Sunnusmára 16-18 í Kópavogi. Nýju íbúðirnar eru í ca. 200 metra fjarlægð frá Smáralind auk þess sem fjöldi þjónustuaðila er í næsta nágrenni s.s læknar, tannlæknar ofl. Þessa dagana er unnið að því að gera íbúðirnar tilbúnar til útleigu fyrir félagsmenn. Einnig er verið að selja íbúðir í Ásholti og Hagamel. Af þeim sökum verður ekki hægt að opna á næsta leigutímabil fyrr en flutningar eru afstaðnir og allt er klárt í nýju íbúðunum.

þann 18. nóvember verður því opnað fyrir leigu tímabilsins 3. jan 2020 til 16. maí 2020. 

Rétt er að benda félagsmönnum okkar á að bygginga framkvæmdir standa enn yfir í hverfinu. Af þessum sökum geta félagsmenn okkar orðið fyrir einhverju ónæði meðan á framkvæmdir eru í gangi.  


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.