laugardagurinn 21. mars 2020

Lokun á skrifstofum Verk Vest

Í ljósi þess að upp hafa komið staðfest Covid-19 smit á Vestfjörðum og hversu bráð smitandi veiran er hefur verið tekin áðkvörðun að setja á heimsóknarbann hjá skrifstofum félagsins á Ísafirði og Patreksfirði frá og með mánudeginum 23. mars.

Heimsóknarbannið er fyrst og fremst varúðarráðstöfun þar sem félagið vill leggja sitt af mörkum til að verja heilsufar félagsmanna og hefta útbreiðslu veirunnar. 

Stefnt er á að halda uppi óbreyttri starfsemi á skrifstofunum félagsins á auglýstum opnunartíma en vegna heimsóknarbannsins er félagsmönnum bent á að vera í sambandi í síma 456 5190 eða með tölvupósti á postur@verkvest.is


mánudagurinn 30. mars 2020

Kjarasamningur við ríkið samþykktur

Föstudaginn 6. mars síðastliðinn skrifaði samninganefnd Starfsgreinasambandsins undir kjarasamning við ríkið, en nú liggja fyrir niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna um samninginn sem var samþykktur með miklum meirihluta.

Kjörsókn tæplega 20%. Já sögðu 88,65% en nei sögðu 9,19%. 2,16% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 947 manns.

Samningurinn inniheldur talsverðar kjarabætur og eru félagsmenn okkar hvattir til að kynna sér samninginn, en kynningarmyndband um samninginn má nálgast hér.


Ályktun formannafundar SGS 26. mars

"Til stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins um land allt  berast nú mikið af fyrirspurnum og athugasemdum vegna uppsagna, fyrirvaralausra breytinga á vaktafyrirkomulagi og fjölmargra annara atriða sem snúa að vinnufyrirkomulagi og réttindum fólks samkvæmt ákvæðum kjarasamninga.

Að gefnu tilefni ítrekar Formannafundur Starfsgreinasambandsins að allar breytingar á að vinna í fullu  samráði við starfsfólk og skorar á atvinnurekendur að nýta sér ekki núverandi aðstæðurnar til að fara á svig við gildandi kjarasamninga og brjóta á réttindum launafólks. Slíkt framferði er algerlega óásættanlegt og verður mætt af fullum þunga af hálfu félaga innan SGS Starfsgreinasambands Íslands."


föstudagurinn 27. mars 2020

Landsmennt veitir fulla fjármögnun námskeiða

Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Landsmenntar fræðslusjóðs ákveðið bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu. Einnig mun sjóðurinn rýmka úthlutunarreglur sjóðsins og stofna til átaks í stafrænni/rafrænni fræðslu innan atvinnulífsins í samstarfi við fræðsluaðila og fyrirtæki.

Um leið og Landsmennt hvetur stjórnendur fyrirtækja til þess að sinna sí-og endurmenntun starfsmanna sinna, vill stjórnin koma því á framfæri að tekið verði á móti öllum góðum hugmyndum að fræðslu sem kynnu að nýtast og falla vel að úthlutunarreglum sjóðsins.

Átakið tekur gildi frá  15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma.

Nánari upplýsingar má finna á vef Landsmenntar

 


laugardagurinn 21. mars 2020

Zamknięcie biura Vesk Vest

Z powodu  potwierdzonego przypadku Covid-19 wirusa na  fjordach zachodnich  i jego szybkiego rozprzestrzeniania się, postanowiliśmy że od poniedziałku 23 marca 2020 roku będzie zakaz odwiedzin  w biurach w Ísafjörður oraz w Patreksfjörður. 

Zakaz odwiedzin jest przede wszystkim po to , aby uchronić zdrowie Naszych członkow zawodowych, oraz zapobiec rozprzestrzenianiu się wirusa.

Nie zamierzamy zmieniać godzin otwarcia biura ani godzin pracy pracowników, jednak z powodu zakazu odwiedzin prosimy kontaktować sie pod numerem telefonu 456 5190 lub pocztą elektroczinczą postur@verkvest.is 


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.