Skrifstofur Verk Vest á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði verða lokaðar föstudaginn 16. mars. Félagsmönnum er bent á að  mál sem þarfnast úrlausnar fyrir föstudag að leita sem fyrst til félagsins. Einnig er þeim sem eiga eftir að sækja lykla, kaupa flugmiða eða sækja aðra þjónustu ljúka þeim málum fyrir föstudag.

Biuro Zwiazkow Zawodowych w Isafjordzie , Hólmaviku oraz Patreksfjörður bedzie zamniete w piatek 16 marca. Uprzejmie prosimy o zgloszenie sie do biur przed piatkiem jesli jest taka potrzeba w jakis waznych sprawach jak rowniez  odbior kluczy do mieszkan, kupna biletow samolotowych lub innej uslugi ktorej mozemy panstwu udzielic.


fimmtudagurinn 15. mars 2018

Skrifstofa okkar á Patró lokuð í næstu viku

Skrifstofa Verkalýðsfélags Vestfirðinga á Patreksfirði verður lokuð dagana 19. mars til 23. mars. Félagsmenn geta snúið sér til skrifstofunnar á Ísafirði í síma 456-5190.


Altomar í Los Arenales
Altomar í Los Arenales

Á næstu dögum munu félagsmenn fá bréf um sumarúthlutanir. Félagsmenn geta farið inn á orlofsvef félagsins http://orlof.is/verkvest/ og sótt um með því að velja: Sumar.

Félagið á orlofshús fyrir félagsmenn í öllum landshlutum sumarið 2018. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Bjarnaborg á Suðureyri (hluta af tímabilinu) Einarsstaðir við Eyjólfsstaðaskóg. Flókalundur í  Vatnsfirði.       

Illugastaðir í Fnjóskadal.  Svignaskarð í Borgarfirði. Ölfusborgir við Hveragerði.

Orlofshúsin eru leigð í viku frá föstudegi til föstudags. Hægt er að sækja um eina viku með allt að fjórum valmöguleikum. Tímabilið hefst föstudaginn 18. maí  og lýkur þann 14 september. Verð fyrir viku er 30.000.kr. Félagsmaður þarf að eiga að lágmarki 36 punkta til að geta sótt um.

Umsóknarfrestur rennur út 6. apríl 2018

Félagið á einnig hlut í orlofshúsi á Spáni og er það leigt í tvær vikur í senn að sumrinu, frá mánudegi til mánudags. Sumarleiga fyrir tvær vikur er kr. 93.000. Ekki þarf að eiga punkta til að panta húsið. Hér er hægt að skoða laus tímabil á Spáni, en íbúðin en eingögnu bókanleg í gegnum Verk Vest í síma 456 5190.

Ferðanefnd er tekin til starfa hjá félaginu á ný og eru fyrirhugaðar tvær ferðir á vegum félagsins ef þátttaka er næg. Önnur ferðin er á Snæfellsnes 9. – 10. júní og hin er haustferð til Glasgow 8. – 11. nóvember. Nánar auglýst síðar í Fréttablaði félagsins og á vefnum.


Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur undanfarið haldið opinn trúnaðarráðsfund og kjarafundi með félagsmönnum sínum víða um Vestfirði til að ræða stöðu mála varðandi forsendubrest í kjarasamningum og mögulega uppsögn samninga. Félagsmönnum Verk Vest svíður það siðleysi og gífurlegar launahækkanir sem sumir hópar fá í sinn hlut, sér í lagi hjá hinu opinbera og fyrirtækjum í eigu hins opinbera. Forsendubrestur samninganna er því ekki aðeins í krónum talinn, heldur heldur er hið mikla siðferðisrof sem átt hefur sér stað sláandi.

Þrátt fyrir að félagsmönnum okkar sé heitt í hamsi var samhljóma álit kjarafundanna að segja ekki upp samningum. Félagsmenn okkar vilja fá hækkunina 1. maí og vilja að verkalýðsforystan fari vel undirbúin af stað í harða kjarasamninga til að rétta okkar hlut í haust. Með þeim hætti höfum við meira til að byggja ofan á og náum væntanlega betri árangri.

Þetta eru skýr skilaboð félagsmanna til forystu Verk Vest, en við vinnum í umboði félagsmanna að hagsmunum þeirra og vilji félagsmanna kemur alltaf til með að verða okkar leiðarljós. Við þökkum félagsmönnum okkar skýr skilaboð og vonum að sami skýrleiki þjappi okkur saman í þeim átökum sem við stefnum í næsta vetur.


miðvikudagurinn 21. febrúar 2018

Kjaramálafundi á Patreksfirði AFLÝST vegna veðurs

Mynd: ruv.is
Mynd: ruv.is

Kjaramálafundi Verk Vest sem halda átti í dag hefur verið AFLÝST vegna veðurs og ófærðar.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.