Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga hvetur til samstarfs aðildarfélaga ASÍ í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þetta eru skilaboð fundarmanna inn í komandi kjaraviðræður. Telur fundurinn að eini raunhæfi möguleikinn til árangurs í baráttu fyrir bættum kjörum væri að sýna samstöðu bæði í orði og verki. Beita þyrfti verkalýðshreifingunni af fullum þunga, annað virðast atvinnurekendur ekki skilja. Atvinnurekendum hefur orðið nokkuð ágengt við að reka fleiga í raðir verkafólks, því ástandi verði að linna. Í framhaldi af umræðu um kjaramál samþykkti fundurinn að veita landssamböndum ASÍ umboð til kjaraviðræðna fyrir hönd félagsins.

Umhverfismál voru einnig til umræðu og voru stéttarfélögin í landinu hvött til að ganga á undan með gott fordæmi með aukinni flokkun sorps í orlofsbyggðum stéttarfélaganna sem og hvetja til notkunar á umhverfisvænum ruslapokum. Ljóst er að sú mikla vakning sem orðið hefur í flokkun sorps þarf að komast á næsta stig. Mun félagið beita sér fyrir bættri sorpflokkun í þeim orlofsbyggðum sem félagið á aðild að. Var hvatt til þess að hefjast starx handa í Orlofsbbyggðinni í Flókalundi þar sem félagið er með 7 hús.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.