Aðalfundur starfsgreinadeilda Verk Vest
Aðalafundur starfsgreinadeilda Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn mánudaginn 11. febrúar kl.18:00 í húsnæði Vinnuvers við Suðurgötu 9 á Ísafirði. Í upphafi fundar verður boðið upp á léttar veitingar.
Gestir fundarins verða forsetar ASÍ.
Dagskrá:
Kosningar í stjórnir deilda samkvæmt 4. grein laga Verk Vest
- Matvæla – og þjónustu deild SGS
 - Opinber deild SGS
 - Verslunardeild - LÍV
 - Iðnaðardeild – Samiðn
 
Forsetar ASÍ
- Staðan í kjaramálum
 - Skatta- og húsnæðismál
 - Brotastarfsemi á vinnumarkaði
 
Önnur mál