fimmtudagurinn 22. maí 2014

Aðventuferð fyrir félagsmenn VerkVest

Fyrirhuguð er aðventuferð fyrir félagsmenn Verk Vest í haust, 27.- 30. nóvember. Félagið á frátekna nokkra miða í þessa ferð og þurfum að staðfesta pöntunina fyrir 27. maí.

Verð á mann er 86.500 og innifalið er:
  • Flug og flugvallaskattar
  • Gisting á 4* hóteli í 3 nætur
  • 3 x morgunverðarhlaðborð
  •  Íslensk fararstjórn
Áhugasamir skrái sig á skrifstofu Verk Vest í síma 456 5190 fyrir þriðjudag 27. maí.

Berlín er dásamleg á aðventunni. Borgin er fallega skreytt og jólamarkaðir  um alla borg. Ilmur af volgum möndlum, Glühwein og steiktum pylsum er á hverju horni. Á jólamörkuðunum má finna ógrynni af fallegu jólaskrauti, jólavöru, handverki, gjafavöru og ýmsu góðgæti. Stærsti jólamarkaðurinn er á Gendermarkt  en einnig eru jólamarkaðir á Alexanderplatz, Potsdamerplatz , Kurfusdendam og víðar.  Jólastemmingin í Berlín er ógleymanleg upplifun.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.