Translate to

Fréttir

Áframhaldandi hækkanir hins opinbera

Ríki og sveitarfélög auka enn álögur á heimilin með hækkunum á gjaldskrám og neyslusköttum í upphafi árs. Þessar hækkanir skila sér beint út í verðlag og áhrifa þeirra gætir í verðbólgutölum janúarmánaðar sem Hagstofan birti í gær. Samkvæmt þeim hækka opinberar álögur verðlag í janúar um 0,4%. Þau skilaboð sem í þessu felast eru í algjörri andstöðu við þann samtakamátt um aðhald í verðlagsmálum sem lagt var upp með við endurskoðun kjarasamninga fyrr í mánuðinum. Opinberir aðilar ættu þar að ganga á undan með góðu fordæmi. Hækkanirnar nú koma til viðbótar síendurteknum hækkunum á opinberum álögum sem valdið hafa aukinni verðbólgu síðustu ár.
Áhrif helstu hækkanna á opinberum álögum á verðlag í janúar 2013

Liður

Hækkun

Vísitöluáhrif

Fasteignagjöld - sorp, holræsi, vatn

7,3%

0,13 %

Tóbak

18% / 9%*

0,23%/ 0,12%*

Heilbrigðisþjónusta

2,7%

0,06%

Leik- og grunnskólar

5,1% / 4,3%

0,05%

Rafmagn og hiti

1,1%

0,03%

Samtals

 

0,39%














*Áhrif sem rekja má til hækkunar á tóbaksgjaldi

Enn von á meiri hækkunum !
Þann 1. mars nk. tekur gildi hækkun á vörugjöldum á sykraðar matvörur og mun sú hækkun að líkindum skila sér út í verðlag á vordögum. Erfitt er að áætla áhrif þeirra breytinga en skv. frumvarpinu sem samþykkt var í desember er talið að hækkunin muni leiða til 0,01% hækkunar á verðlagi. Þá hækkar viriðisaukaskattur á gistiþjónustu þann 1. september nk. og er sömuleiðis gert ráð fyrir að sú hækkun leiði til 0,01% hækkunar á verðlagi.

Nánari umfjöllun má lesa á vef ASÍ.
Deila