Fjölskyldudagur Verk Vest í Raggagarði
Fjölskyldudagur Verk Vest í Raggagarði
1 af 2
Undanfarin ár hefur Verkalýðsfélag Vestfirðinga staðið fyrir fjölskylduhátíð.  Í ár fer hátíðin fram á tveimur stöðum samtímis,  á Patreksfirði og í Súðavík.  Hátíðin verður á morgun laugardag, 22. júní, og hefst dagskráin kl. 15 og stendur til kl. 17. Boðið verður uppá grillaðar pylsur og gos og farið í leiki. 

 

Á Patreksfirði  verður hátíðin á Vatneyrarvelli og ætla félagar í Björgunarsveitinni Blakki að sjá um að grilla pylsur ofan í liðið og stjórna hópleikjum fyrir börnin og hina fullorðnu.  

 

Í Súðavík verður hátíðin haldin í Raggagarði með svipuðu sniði. Grillaðar verða pylsur og farið í leiki.

 

Félagar í VerkVest eru hvattir til að fjölmenna með fjölskyldum sínum og hafa það gaman saman.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.