Fréttir

Atkvæðaseðlar komnir í dreifingu

Á ýmsu hefur gengið við að koma út kjörgögnum vegna póstatkvæðagreiðslu hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga vegna nýgerðra kjarasamninga. Viðbótarkjörgögn sem áttu að koma frá Akureyri þvældust til Reykjavíkur og töfðust þar í einn sólahring. Starfsfólk skrifstofu Verk Vest dó ekki ráðlaust og hófst handa við að útbúa ný kjörgögn þegar ljóst var hverskyns var sem var komið í póst strax á miðvikudag. Það var mikill handagangur í öskjunni hjá starfsfólki við að koma kjörgögnum í póst og fóru síðustu kjörgögn úr húsi og í póstdreifingu snemma í morgun. Alls eru 1234 á kjörskrá hjá Verk Vest og lýkur póstatkvæðagreiðslu þriðjudaginn 21. janúar kl.17:00. Áríðandi er að atkvæði hafi borist til félagsins fyrir þann tíma og eru félagsmenn minntir á að póststimpill gildir ekki. Hægt er að koma með kjörseðla beint til kjörstjórnar á Ísafirði.
Deila