Translate to

Fréttir

Atvinnulausir njóta almennt ekki afsláttar á leikskóla- eða dagvistunargjöldum

Aðeins Akureyri og Garðabær bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa, af þeim 15 sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum og gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nær til. Ekkert sveitarfélag er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa.

Hafa ber í huga að þrátt fyrir að sum sveitarfélög séu með afslætti fyrir forgangshópa en önnur ekki þýðir það ekki endilega að gjöldin séu lægri í sveitarfélögunum sem bjóða upp á afslætti. Leikskólagjöld fyrir forgangshópa í sumum sveitarfélögum geta verið hærri en almenn gjöld hjá öðrum sveitarfélögum en í töflum neðar í fréttinni má sjá hvar gjöldin eru hæst/lægst.

Í stuttu máli sýnir úttektin að mjög fá sveitarfélög bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa og að einstæðir foreldrar og mun færri sveitarfélög bjóða upp á afslætti af skóladagvistunargjöldum eða 4 af 15 og hækkar kostnaður fyrir þessa hópa töluvert í flestum sveitarfélögum við það börn færist milli skólastiga.

Að forgangshópar, einstæðir foreldrar, atvinnulausir og öryrkjar, hafa kost á að greiða lægri leikskólagjöld og skóladagvistunargjöld, getur skipt miklu máli, sérstaklega í þeirri efnahagslægð sem er í gangi núna og skipta þessar upplýsingar máli í því samhengi.

Nánar á vef Verðlagseftirlits ASÍ

Deila