Translate to

Fréttir

Breytingar á fasteignagjöldum og útsvari 2016

LJósmynd: Gústi LJósmynd: Gústi

Útsvarsprósentan er óbreytt frá árinu 2015 hjá 14 sveitafélögum af 15 en Reykjanesbær er með 3,62% álag á útsvarið. Aðeins Vestmannaeyjabær hækkar útsvarið á milli ára. Í flestum tilfellum haldast álagningaprósentur óbreyttar en fasteigna- og lóðamat tekur víðast hvar breytingum. Raunbreyting á gjöldum er því í flestum tilfellum sökum breytinga á fasteigna- og lóðamati. Vegna ólíks fasteignamats er litið á fleiri en eitt hverfi í stærri sveitarfélögum til að fá betri mynd af raunbreytingunni. 

Öll sveitarfélögin sem skoðuð voru nema eitt eru með sömu útsvarsprósentu og 2015. Aðeins Vestmannaeyjabær hækkaði útsvarið, nam hækkunin 2,7% á milli ára eða úr 13,98% í 14,36%. Hjá Reykjanesbæ er 3,62% er auka álag lagt á vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Aðeins Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjabær innheimta útsvar undir hámarkinu sem er 14,52%. Lægsta útsvarið er 13,7% hjá Garðabæ og Seltjarnarneskaupstað.

Verðlagseftirlit ASÍ hefur kannað álagningu fasteignagjalda og útsvars fyrir árið 2016 hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins og má lesa um könnunina á vef ASÍ.

Deila