Translate to

Fréttir

Breytingar á lögum um útlendinga (nr. 96/2002)

Logó Fjölmenningarseturs Logó Fjölmenningarseturs
Útskriftarnemar landnemaskóla ásamt leiðbeinandanum Barböru Gunnlaugsson Útskriftarnemar landnemaskóla ásamt leiðbeinandanum Barböru Gunnlaugsson

Þann 1. ágúst síðast liðinn tóku breytingar á lögum nr. 96/2002 gildi. Í kjölfar breytinganna munu ríkisborgarar innan EES-svæðisins (EES/EFTA) ekki þurfa dvalarleyfi á Íslandi en þurfa þess í stað að skrá dvöl sína og tilgang dvalar sinnar hér á landi hjá þjóðskrá.

 

Breytingarnar ná einnig til þeirra sem koma frá ríkjum utan EES (EES/EFTA) og  dvalarleyfum tengdum atvinnuþátttöku.  Eftir breytingarnar munu dvalarleyfi sem veitt eru á grundvelli atvinnuþátttöku skiptast upp í þrjá flokka;

  1. Dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar.
  2. Dvalarleyfi fyrir íþróttafólk.
  3. Dvalarleyfi vegna skorts á vinnuafli.

Útgáfa vistráðningarleyfa flyst alfarið til Útlendingastofnunar en önnur ákvæði sem lúta að atvinnuleyfum fyrir útlendinga eru óbreytt. Nánar er fjallað um þessar breytingar á vef Fjölmenningarsetursins á eftirfarandi tungumálum  
การเปลี่ยนแปลงกฎ - Nowelizacja ustawy o cudzoziemcach (nr. 96/2002 ) - Amendments on the Act on Foreigners  (No. 96/2002 ).

Deila