Translate to

Fréttir

Desemberuppbót atvinnuleitenda

Vinnu­mála­stofn­un mun greiða út des­em­berupp­bót til at­vinnu­leit­enda þann 5. des­em­ber í sam­ræmi við reglu­gerð sem fé­lags- og hús­næðismálaráðherra hef­ur gefið út. 

Rétt á des­em­berupp­bót eiga þeir at­vinnu­leit­end­ur sem tryggðir eru inn­an at­vinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­is­ins og hafa staðfest at­vinnu­leit á tíma­bil­inu 20. nóv­em­ber – 3. des­em­ber, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Skil­yrði og út­reikn­ing­ur á rétti til greiðslunn­ar verður með sama hætti og und­an­far­in ár. Tekið er mið af bóta­hlut­falli og fjölda mánaða á at­vinnu­leys­is­bót­um. Full des­em­berupp­bót er 53.647 krón­ur en greiðsla til hvers og eins reikn­ast í hlut­falli við rétt hans til at­vinnu­leys­is­bóta á ár­inu.

Verk Vest hvetur þá félagsmenn sem eru í atvinnuleit og eiga rétt á desemberuppbót að kanna rétt sinn hjá Vinnumálastofnun.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vef Vinnumálastofnunar.

Deila