miðvikudagurinn 12. mars 2014

Ef kemur til verkfalls hjá framhaldsskólakennurum

Kennarar eru með vindinn í fangið þessa dagana. Mynd: BB.IS
Kennarar eru með vindinn í fangið þessa dagana. Mynd: BB.IS

Nú eru tæpir fimm sólahringar fram að boðuð verkfalli framhaldsskólakennara ef samningar takast ekki fyrir þann tíma. Rétt er að benda á að yfirvofandi verkfall nær eingöngu til félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum. Þeir starfsmenn sem eru félagsmenn í Verk Vest eða annarra starfsmanna sem ekki eru í viðkomandi félögum að yfirvofandi verkfall nær ekki yfir störf þeirra.Verkfallið tekur ekki til húsvarða, starfsfólks í mötuneytum, starfsfólks við ræstingar eða annarra sem vinna almenn störf í framhaldsskólum. Þeim er þó óheimilt að ganga í störf kennara.

 

Félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ sem starfa innan framhaldsskólanna hafa mætingarskyldu og vinnuskyldu í verkfalli kennara. Félagsmönnum í aðildarfélögum ASÍ ber að mæta á hefðbundnum tíma og sinna sínum daglegu verkefnum eins og ekkert hafi í skorist eins og þeim er framast unnt. Rétt er að benda á að félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá óskert laun í verkfalli kennara. Samkvæmt flestum ráðningarsamningum geta stjórnendur falið starfsfólki tilfallandi verkefni og skal starfsfólk ganga í þau verk sem óskað er, þ.e. ef þau ganga ekki inn á verksvið kennara eða stjórnenda í verkfalli. Félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eru hvattir til að sýna kennurum samstöðu í kjarabaráttu sinni og ganga ekki í þeirra störf. Verk Vest sendir framhaldsskóla kennnurum baráttukveðjur í kjarabaráttu þeirra.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.