Translate to

Fréttir

FYRSTU ÚTHLUTUN UM ORLOFSDVÖL SUMARIÐ 2022 LOKIÐ

Fyrstu úthlutun um orlofsdvöl er lokið og alls bárust 87 umsóknir. Þetta er nokkur fækkun frá fyrra ári, en þá voru umsóknir 119.  Þrátt fyrir þessa fækkun þá þurfti að synja 31 umsókn, en þeir sem fengu synjun hafa möguleika á að sækja um önnur laus tímabil.

Hægt er að skoða niðurstöðu úthlutunar á vefnum: https://orlof.is/verkvest/site/message/message.php?id=34.

Einnig er sendur póstur til þeirra sem fengu synjun.

Félagsmenn geta skoðað punktastöðu sína inni á orlofsvefnum, undir “Síðan mín” og velja þá vinstra megin “Mínar upplýsingar”

Punktastöðuna er einnig að finna á ferðaávísunarvefnum.

 

Minnum á að Útilegukortið er þegar komið í sölu og bendum félagsmönnum á að kaupa það tímanlega því það er eingöngu selt í gengum vefinn og sent beint til félagsmanna með bréfapósti. 

Nokkrar vikur eru lausar í húsinu á Spáni í sumar og vekjum við athygli félagsmanna á að vetrartímabilið 2022-2023 hefur verið opnað.

 

 

 

 

 

Deila