Translate to

Fréttir

Fæðispeningar sjómanna á fiskiskipum

Samkvæmt kjarasamningi og samkomulagi forsendunefndar hækkuðu fæðispeningar sjómanna á fiskiskipum þann 1. júní síðastliðinn. Fæðispeningar sjómanna eru endurskoðaðir árlega miðað við breytingu á fæðisvörulið vísitölu neysluvöruverðs. Hækkun vísitölunnar nemur 15,3% á milli ára og munu fæðispeningar sjómanna hækka sem því nemur.

Fæðispeningar frá 1.júní 2008.

1. Skuttogarar, loðnuskip, síldveiðiskip, sem stunda veiðar fjarri heimahöfn, línuskip með beitningarvél, rækjuskip, sem frysta aflann um borð og rækjuskip 100 rúmlestir og stærri, sem ísa aflann um borð og eru á útilegu og gerð eru út utan

útgerðarstaðar skipsins.
Einnig togbátar 100 rúml. og stærri, sem að jafnaði eru

6 daga eða lengur í veiðiferð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kr. 1.102

2. Önnur skip stærri en 100 rúml. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kr. 876

3. Skip 12 - 100 rúml. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .kr. 664

Deila