Translate to

Fréttir

Félagsliðabrú - Fjarnám

Félagsliðar innan SGS á samráðsfundi Félagsliðar innan SGS á samráðsfundi

Vinnur þú við umönnun? Viltu auka færni þína? Nemendur þurfa að vera orðnir 22ja ára hafa að baki að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu af viðkomandi starfssviði.

Námið er kennt í fjarnámi í samstarfi við Símey og Farskólann, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Notað verður Skype for buisness. Skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu.

Formlegt nám við framhaldsskóla er metið í samræmi við ákvæði aðalnámskrár framhaldsskóla sé það sambærilegt við það nám sem er í boði á brúnni. Innihald námsins er félags-, sál- og uppeldisgreinar sem og sérgreinar á sviði fötlunar og öldrunarþjónustu. Sérhæfingin er sex einingar á hvoru sviði og geta nemendur tekið bæði sviðin ef þeir kjósa.

Nemendur sem ljúka félagsliðabrú hljóta starfsheitið félagsliði.

Rétt er að benda á að félagsmenn í Verk Vest geta sótt um námsstyrk í starfsmenntasjóði sem félagið er aðili að.

Nánari upplýsingar um námið og skráningu má finna á vefsíðu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Deila