Fréttir

Ferð um Ísafjarðardjúp 13. júní

Úti í náttúrunni í Flatey í fyrrasumar Úti í náttúrunni í Flatey í fyrrasumar
Slakað á í Flateyjarferð Slakað á í Flateyjarferð
 

Eins og menn muna stóð orlofsnefnd Verk-Vest fyrir Flateyjarferð í fyrrasumar. Ferðin þótti vel heppnuð og var almenn ánægja með hana meðal 68 þátttakenda.
Nú er fyrirhuguð rútuferð með leiðsögn um Ísafjarðardjúp fyrir félagsmenn Verk-Vest laugardaginn 13. júní n.k. 
Ferðin tekur um 12 tíma. Lagt verður af stað frá Pólgötu kl. 10 að morgni og áætlað er að komið verði aftur til Ísafjarðar kl. 22:00.

Áningarstaðir í ferðinni verða Ögur, Vatnsfjörður, Reykjanes, Kaldalón, Dalbær og Heydalur.
Þátttökugjald er 5000 kr. Innifalið í því er rútuferðin, leiðsögn, nesti og 3ja rétta dýrindis kvöldverður í ævintýradalnum Heydal.                                             
Þeir félagsmenn sem vilja vera með í skemmtilegri ferð og fræðast í leiðinni um mannlíf og staðhætti í Ísafjarðardjúpi þurfa að skrá sig á skrifstofu Verk Vest (sími 456 5190) fyrir 6. júní. 

Deila