mánudagurinn 19. nóvember 2012

Fiskvinnslunámskeið á Patreksfirði

Starfsfólk Odda á fiskvinnslunámskeiði
Starfsfólk Odda á fiskvinnslunámskeiði
Frá því í lok október hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða staðið fyrir fiskvinnslunámskeiðum á Patreksfirði. Hefur verið mjög gott samstarf við fiskvinnslufyrirtæki á svæðinu sem hafa útvegað húsnæði fyrir kensluna. Stærstu hóparnir hafa komið frá Odda á Patreksfirði og Þórsbergi á Tálknafirði. Stór hluti þeirra sem taka þátt eru af erlendu bergi, koma flestir þeirra frá Póllandi og einnig er nokkur stór hópur frá Portúgal. Því miður er íslenskukunnátta nokkuð takmörkuð og því nauðsynlegt að notast við túlk við kennsluna. Slíkt fyrirkomulag hefur gefist mjög vel þó svo að óska staða væri að stærra hlutfall af þeim sem eru af erlendu bergi og búa hér og starfa hefðu náð betri tökum á íslenskunni. Vonir standa til að námskeiðahaldi ljúki fyrir áramót, en reynt hefur verið að nýta hráefnislausa daga í vinnslunni til kennslunnar.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.