Hátt á annað hundrað manns tók þátt í fjölskyldudegi Verkvest í Raggagarði á laugardag.
Farið var í stórfiskaleik, limbó og fleiri hópleiki undir styrkri stjórn hjónanna Jóhönnu Rúnarsdóttur og Eiríks Ragnarssonar.
Svo spilaði súðvíska hljómsveitin The Cutaways ásamt hjónunum Michelle og Eggert Nielson.
Grilluðum pylsum og gosi voru gerð góð skil og smáfólkið fékk blöðrur að leika sér með.   Naut fólk samverunnar í þessari einmuna blíðu en líklega var einn heitasti dagur sumarsins á laugardag.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Guðrún Sigurðardóttir tók við þetta tækifæri.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.