föstudagurinn 29. júní 2012

Fjölskyldugleði í Raggagarði

Verk Vest vill hvetja félagsmenn sína til að taka bíltúr með fjölskylduna í blíðunni á morgun 30. júní og líta við í Raggagarði í Súðavík.

Þar verður margt skemmtilegt um að vera.

Formleg dagskrá hefst kl. 15:00

Tónlistaratriði,  Eggert Nielson og The Cutaways.

Farið verður í allskonar hópleiki og ekki má gleyma frábæru leiktækjunum í garðinum.

Grillaðar pylsur og gos í boði félagsins og allir fá VerkVest blöðru.

Formlegri dagskrá lýkur kl. 17:00 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.