Translate to

Fréttir

Fræðslumiðstöðin býður upp á fiskvinnslunámskeið

Útskriftarhópur Hólmadrangs á Hólmavík Útskriftarhópur Hólmadrangs á Hólmavík

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur sent fiskvinnslufyrirtækjum á Vestfjörðum kynningu á námi fyrir fiskvinnslufólk. Námið er tvíþætt, grunn- og framhaldsnámskeið sem kennt er sem samfelld heild og viðbótarnámskeið sem hægt er að taka í beinu framhaldi fyrri námskeiða. Ennig er fyrirtækjunum boðið upp á þann möguleika að í fyrirtækjum sem starfsfólk hefur lokið grunn- og framhaldsnámskeiðum verði hægt að taka viðbótarnámskeiðið sérstaklega. 

Forsvarsmenn fiskvinnslufyrirtækja á Vestfjörðum eru minntir á að um kjarasamningsbundin námskeið er að ræða og því hvílir sú skylda á fyrirtækjunum samkvæmt samkomulagi þar um að bjóða starfsfólki sínu upp á umrædd námskeið. Námskeiðin eiga að virka sem jákvæður hvati fyrir bæði fyrirtæki og starfsmenn til að vinna betur saman og skila þannig betri gæðum og afköstum sem að lokum skilar sér í hærri launum til starfsfólks. 

Verkalýðsfélag Vestfirðinga beinir því til forsvarsmanna fiskvinnslufyrirtækja að hafa samband við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og panta námskeið fyrir sitt fólk.

Deila