Translate to

Fréttir

Fræðslusjóðir fjármagna rafræn námskeið að fullu

Fræðslusjóðir sem félagsmenn í Verk Vest eiga aðild að hafa nú tækifæri til að sækja nám hjá í áskrift hjá Tækninám ehf. þeim að kostnaðarlausu. Gerðir hafa verið samningar við fjölmarga fræðsluaðila um að veita félagsmönnum aðgang að rafrænum námskeiðum. Nú hafa sjóðirnir einnig gert samning við Tæknimennt ehf. um áskrift á rafrænum námskeiðum. Einstaklingar og fyrirtæki sem skrá sig á námskeið á vegum Tækninám.is fá beint aðgengi að leiðbeinendum námskeiða og geta átt samtöl og sent fyrirspurnir í gegnum fræðslugátt Tækninám.is.

Innifalið í áskrift að Tækninám er eftirfarandi:

  • Aðgangur að öllum okkar námskeiðum, sem telja nú um 27
  • Öll ný námskeið, nýjungar og viðbætur á núverandi námskeiðum, við setjum inn ný námskeið á 4-8 vikna fresti að jafnaði Aðgengi að leiðbeinendum
  • Reglulegar vefstundir þar sem farið er yfir ýmis áhugaverð atriði og nýjungar
  • Aðgangur að sértækum námskeiðum með blönduðu kennslufyrirkomulagi, sjálfsnám, vefstund, æfingar
  • Tækifæri til að taka þátt í að móta áherslur og forgangsröðun í framleiðslu nýrra námskeiða

Félagsmenn í Verk Vest eru hvattir til að nýta sér þessa möguleika til að efla sig og eiga meiri möguleika t.d. þegar kemur að atvinnuleit.

Deila