Pólgata 2 mun fá nýtt yfirbragð á næstu vikum.
Pólgata 2 mun fá nýtt yfirbragð á næstu vikum.
Tilboð í utanhúsklæðningar á fasteignum félagsins Pólgötu 2 á Ísafirði og Aðalgötu 26 á Suðureyri voru opnaðar að viðstöddum fulltrúum frá tilboðsgjöfum, Tækinþjónustu Vestfjarða og fulltrúum Verk Vest. Alls bárust 6 tilboð í bæði húsin en kostnaðaráætlun við Aðalgötu 26 á Suðureyri hljóðaði upp á kr.9.765.284 og kostnaðaráætlun við Pólgötu 2 á Ísafirði hljóðaði upp á kr. 7.793.050.
Lægstu tilboð komu frá G.Ó.K. Húsasmíði ehf. í bæði verkin, og nam tilboð þeirra í Pólgötuna 75,4% af kostnaðaráætlun og var tilboð G.Ó.K. í Aðalgötuna 70,5% af kostnaðaráætlun. Farið var yfir tilboðin á stjórnarfundi Verk Vest í gær þar sem samþykkt var að ganga til samninga við G.Ó.K. Húsasmíði ehf. um framkvæmdirnar. Umsjón með framkvæmdunum verður í höndum Tækniþjónustu Vestfjarða.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.