Translate to

Fréttir

Gagnlegar upplýsingar til launafólks

Höldum vöku á vinnumarkaði !  Kröfuganga á Ísafirði.  Ljósmynd Páll Önundar. Höldum vöku á vinnumarkaði ! Kröfuganga á Ísafirði. Ljósmynd Páll Önundar.

 

Við þær aðstæður sem nú hafa skapast í atvinnulífi landsmanna er nauðsynlegt að halda rekstri fyrirtækja gangandi. Þó er ekki ólíklegt að einstaka fyrirtæki fari í gjaldþrot eða einhver skipti um eigendur.  Þessi staða á vinnumarkaði gæti valdið starfsfólki áhyggjum um eigið atvinnuöryggi og framtíð heimila þeirra.  Stéttarfélögin munu leitast við að veita félagsmönnum sínum alla þá aðstoð og ráðgjöf sem unnt er, en félögin hafa gott og vel þjálfað starfsfólki í sinni þjónustu.

    

Passaðu þig á að tapa ekki réttindum þínum

  • Við núverandi aðstæður eru einhverjar líkur á því að launafólk geti staðið frammi fyrir uppsögnum á næstu vikum og mánuðum.
  •  Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur þá ræður launamaður hvort hann greiðir félagsgjald til stéttarfélags síns eða ekki.
  •  Varist gylliboð um verktöku,  gerviverktaki nýtur engra félagslegra réttinda nema standa sjálfur skil á launtengdum gjöldum eins og félags- og lífeyrissjóðsgjaldi.
  •  Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur félagsmaður réttindum sínum hjá félaginu. Réttindum til sjúkradagpeninga, sjúkraþjálfunar, menntunar og orlofsíbúða félagsmanna.

Með því að greiða ekki félagsgjald af atvinnuleysisbótum tapast mikilvæg réttindi.

 

Við gætum hagsmuna ykkar

  • Sé þér sagt upp starfi eða komi til rekstrarstöðvunar fyrirtækis hafðu þá starx samband við trúnaðarmann eða skrifstofu viðkomandi stéttarfélags. Þar færðu leiðbeiningar um næstu skref.
  •  Stéttarfélögin, ásamt lögmönnum félaganna, gæta þessa að réttindi ykkar gagnvart launagreiðendum  séu trygg fari fyrirtæki í þrot. Félagið annast alla aðstoð við félagsmenn gagnvart þrotabúi og ábyrgðasjóði launa.

Hér má finna safn tengla um gagnlegar upplýsingar í efnahagsþrengingum sem hægt er að sækja á Internetinu svo sem réttindi, innistæðutryggingar, lífeyrissjóðir, greiðsluerfiðleikar og fjármál heimilanna. Þarna er einnig að finna hagnýtar upplýsingar á öðrum

tungumálum.

Deila