Translate to

Fréttir

Gífurleg hækkun stýrivaxta - óskiljanleg ákvörðun !

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga.
Formaður Verk Vest fjallar um þær afleiðingar sem boðar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans gætu haft í för með sér fyrir atvinnulíf landsmanna í pistli hér á síðunni. Hér fyrir neðan má lesa stuttan útdrátt úr pistlinum.

" Stjórn seðlabankans hefur tekið þá ákvörðun að veita atvinnulífi landsmanna náðarhöggið með 550 punkta hækkun stýrivaxta. Var vandinn ekki nægur þótt þessi gjörningur þyrfti ekki að bætast ofan á ? Nú er það ljóst að ein helsta krafa alþjóða gjaldeyrissjóðsins um lánafyrirgreiðslu væri umtalsverð hækkun stýrivaxta.  Í ljósi atburða síðustu vikna þá getur laskað atvinnulíf landsmanna ekki tekið á sig frekari áföll sem hækkun stýrivaxta kemur til með að hafi í för með sér. Fjármálaráðherra boðar að hækkunin vari eingöngu í stuttan tíma, kannski er það sá tími sem atvinnulíf okkar þolir ekki við núverandi aðstæður?  "  Þá segir ennfremur í niðurlagi pistilsins  ... "Sú vá sem nú er fyrir dyrum verður ekki leyst nema allir spili í sama liði, hroki og skeytingarleysi gagnvart skoðunum almennings verður að víkja til hliðar, hér eru meiri hagsmunir í húfi en svo að hugmyndir almennings um mögulegar lausnir verði áfram virtar að vettugi."
Deila