Translate to

Fréttir

Góð staða á vestfirskum vinnumarkaði

Úr vinnsal Odda á Ptreksfirði Úr vinnsal Odda á Ptreksfirði
Framkvæmdir við jarðgöng í Hnífsdal Framkvæmdir við jarðgöng í Hnífsdal

 

Það kemur fram á fréttavef Bæjarins Besta www.bb.is að atvinnuleysi á Vestfjörðum fari enn minkandi á milli mánaða, voru í maí 18 einstaklingar eða 0,5% af áætluðum mannafla fjórðungsins. Jafnræði er á milli kynja í fjölda atvinnulausra í maí eða 9 einstaklingar af hvoru kyni.

 Þetta er mjög jákvæð þróun sérstaklega í ljósi þess að tölur um atvinnuleysi á Vestfjörðum haldast ekki alveg í hendur við tölur um fækkun íbúa á svæðinu, en það hefur gjarnan haldist í hendur. Þessar upplýsingar eru líka jákvæðar í ljósi þess að með aukum aflasamdrætti hafði verið gert ráð fyrir að fyrirtæki í sjávarútvegi myndu lengja sumarlokanir, þannig að ekki yrði ráðið inn sumarfólk. Þetta hefur ekki orðið reyndin og viðist frekar vera skortur á starfsfólki í greinina heldur en hitt. 

 

Þegar við skoðum fjölbreyti leika og fjölda þeirra starfa sem eru auglýst á vef svæðisvinnumiðlunar á Vestfjörðum þá ættu flestir þeirra sem eru í atvinnuleit á svæðinu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þar eru 15 atvinnuauglýsingar sem fela í sér 24 stöðugildi.

 

Í lok síðasta mánaðar voru tveir á skrá yfir atvinnulausa í Bolungarvík, sjö í Ísafjarðarbæ, sex í Vesturbyggð, þrír í Strandabyggð, tveir í Tálknafjarðarhreppi, 1 í Kaldrananeshreppi en enginn í Árneshreppi, Bæjarhreppi eða Reykhólahreppi.

 

Deila