Translate to

Fréttir

Hækkun á styrkjum í starfsmenntasjóðum verslunarmanna

Á stjórnarfundi Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks í september var samþykkt hækkun á styrkjum til félagsmanna sem tekur gildi næstkomandi áramót.

Veittur er hámarksstyrkur allt að 130.000 kr. á ári.
90% af námi/starfstengdu námskeiðsgjaldi/ráðstefnugjaldi – hámark 130 þúsund.
50% af tómstund – hámark 30 þúsund (dregst frá hámarksstyrk).
50% af ferðastyrk – hámark 40 þúsund (dregst frá hámarksstyrk).
Uppsöfnun einstaklinga til þriggja ára verður því 390 þúsund fyrir einu
samfelldu námi.

Veittir fyrirtækjastyrkir munu að auki hækka í samræmi við styrki til einstaklinga um næstu áramót.


Sameiginlegur styrkur gerir félagsmönnum og fyrirtækjum kleift að vinna betur saman að starfsþróun félagsmanna.
Stjórn sjóðsins hefur samþykkt möguleika á sameiginlegum styrk félagsmanns og fyrirtækis úr sjóðnum. Félagsmanni og fyrirtæki gefst kostur á að sækja um sameiginlegan styrk til sjóðsins ef nám félagsmanns kostar kr. 500.000 eða meira.
Umsókn er afgreidd eftir reglum sjóðsins um starfstengt nám.

Félagsmaður sækir um styrkinn í gegnum sitt stéttarfélag.

Með umsókn verður að fylgja:
1. Greiddur reikningur.
2. Lýsing á náminu.
3. Undirrituð yfirlýsing frá fyrirtækinu. Í yfirlýsingunni skal koma fram að um sé að ræða sameiginleg umsókn og að námið sé hluti af starfsþróunaráætlun starfsmannsins.

Við samþykkt umsóknar dregst styrkupphæðin af rétti bæði félagsmanns og fyrirtækis. Hámarksstyrkur getur orðið samtals sem nemur hámarksrétti einstaklings og hámarksrétti fyrirtækis. Sjá nánar ákvæði um hámarksstyrk og uppsafnaðan styrk einstaklinga og fyrirtækja.

Þegar umsókn um sameiginlegan styrk berst aðildarfélögum LÍV þá þarf aðildarfélagið að senda umsókn á sjóðinn. Sjá umsóknareyðublað; og mun vinnast í samvinnu starfsmanna sjóðsins og aðildarfélaga.

Deila