fimmtudagurinn 28. ágúst 2014

Hætt við ferð í Borgarfjörð

Ferð fyrir félagsmenn í Borgarfjörð sem til stóð að fara 5. - 7. september hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku.  
Aðeins sjö félagsmenn höfðu skráð sig í ferðina og þess vegna var ljóst að ferðakostnaður yrði miklu hærri á mann en áætlað hafði verið.

Ekki var því um annað að ræða en aflýsa ferðinni.

Orlofsnefnd Verk-Vest finnst leitt að valda þeim sem höfðu skráð sig í ferðina vonbrigðum, en því miður var ekki annarra kosta völ.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.