Fulltrúar  stéttarfélaga og sambanda sem aðild eiga að samstarfssamningi  iðnaðarmanna,  hafa á undanförnum vikum átt í viðræðum við SA um endurnýjun kjarasamninga.   Á fundi viðræðunefndar með fulltrúum SA  í dag  var niðurstaðan að það hefði ekki tilgang að halda viðræðum áfram þar sem þær hafi engu skilað.

Stéttarfélög iðnaðarmanna hefja nú þegar undirbúning að atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um verkfallsheimild. Mun kosningin taka til faglærðra iðnaðarmanna í Verk Vest og Járniðnaðarmannafélagi Ísafjarðar.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.