Rafiðnarðarsambandið, Samiðn, VM, Matvís, Félag bókagerðarmanna og Félag hársnyrtisveina kynntu kröfur sínar í kjaraviðræðunum í dag.

Megin áherslurnar í kröfum iðnðarðarmannafélaganna sex sem fara saman eru eftirfarandi:

Endurskoðun núverandi launakerfa og byrjunarlaun iðnaðarmanna verði kr. 381.326 á mánuði.
Almenn hækkun launa verði 20%.
Verði samið til lengri tíma en eins árs verði laun verðtryggð.
Gert verði átak til að draga úr yfirvinnu og dagvinnulaun hækkuð svo þau dugi til framfærslu. Þessu markmiði verði náð m.a. með aukinni framleiðni og hagræðingu í fyrirtækjum svo ekki komi til raunverulegs kostnaðarauka hjá fyrirtækjum.

Kostnaðarmat vegna sameiginlegra krafna iðnaðarmanna sem lagðar voru fram í dag er 23,2%.  Lægstu kauptaxtar munu hækka meira eða um allt að 37% en kostnaðaráhrifin af þeirri breytingu eru rúm 3% af heildarkostnaðaráhrifunum þar sem verið er að færa kauptaxta nær raunlaunum á markaði.

Nánar má lesa um kröfur iðnaðarmanna á vef Samiðnar.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.