fimmtudagurinn 29. nóvember 2012

Innheimtustofnun tvírukkar ekki meðlög

Jón Ingvar Pálsson. mynd. mbl.is
Jón Ingvar Pálsson. mynd. mbl.is
Forstjóri innheimtustofnunar sveitafélaga hefur gert athugasemd við frétt um meintar ólögmætar aðgerðir innheimtustofnunar sem birtist á heimasíðu Verk Vest. Jón Ingvar Pálsson forstjóri stofnunarinnar kom í viðtal í bítið á bylgjunni þar sem hann svarar ásökunum samtaka meðlagsgreiðenda. Miðað við svör forstjórans er ekki annað að heyra en samtök meðlagsgreiðenda fari ekki alls kostar með rétt mál. Alvarlegust er sú ásökun samtakanna að stofnunin tvírukki meðlög sem forstjórinn vísar alfarið á bug í viðtalinu.  Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.