Translate to

Fréttir

Íslenskukunnátta lykillinn !

Útskrift af íslenskunámskeiði. mynd frmst.is Útskrift af íslenskunámskeiði. mynd frmst.is
Samkvæmt upplýsingum frá Fjölmenningarsetrinu á Ísafirði og kemur fram í frétt á BB.IS þá er fylgni með því að kunna íslensku og eiga frekar möguleik þegar kemur að atvinnuleit. En mjög hátt hlutfall þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá, eða 29% eru af erlendum uppruna. Einnig kemur þar fram að nokkur hópur innflytjanda hefur ekki enn lært íslensku og hefur sá hópur setið óbættur hjá garði í atvinnuleit á meðan þeir sem kunna íslensku sitja fyrir um þá atvinnu sem er í boði. Á kjarasamningsbundnum fiskvinnslunámskeiðum sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur haft umsjón með hefur þessi staðreynd verið endurspegluð. En kennslan hefur farið fram á íslensku með aðstoð túlka til að tryggja að námsefnið komist sem best til skila. Erfitt getur reynst að greina hvernig stendur á því að svo illa gengur hjá innflytjendum að tileinka sér íslenskuna. En Fræðslumiðstöðin hefur verið mjög ötul í starfi sínu við að bjóða upp á íslenskunámskeið. Þar á bæ virðist sem fylgni aldurs og kyns innflytjenda vera stór hluti skýringarinnar. En sá hópur sem síst lærir að tileinka sér íslensku er 50 ára eða eldri karlkyns innflytjendur. Kom þessi fylgni mjög í ljós í samfélagsverkefni sem Fræðslumiðstöðin hélt utan um á Flateyri í kjölfar gjaldþrots Eyrarodda. Þá er einnig nokkur hluti innflytjenda sem ekki ætlar að eiga hér fasta búsetu og sér engan tilgang með íslenskunámi.
Deila