mánudagurinn 11. febrúar 2013

Kauptrygging og kaupliðir sjómanna hækka um 3,25%

Þann 5. febrúar s.l. var samið um 3,25% hækkun á kauptryggingu og kaupliðum sjómanna sem starfa eftir kjarasamningi félagsins við LÍÚ.
Fæðispeningar hækka þó ekki núna. Þeir eru endurskoðaðir í júni ár hvert skv. kjarasamningi.
Ný kaupgjaldsskrá hefur nú verið sett á vefinn. Hægt er að nálgast hana undir Kjaramál/kaupgjaldsskrár hér til vinstri.
Kaupliðir starfsmanna smábátaútgerða eru óbreyttir frá kjarasamningi sem undirritaður var í ágúst s.l.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.