Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar í setningarræðu sinni á formannafundi ASÍ. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að gefa ekki kost á samtali við verkalýðshreyfinguna þrátt fyrir fögur fyrirheit á vormánuðum. Gylfi sagði ríkisstjórnina fara fram með rangar áherslur og forgangsröðun. Mikilvægir tekjustofnar hafi verið rýrðir og horfið hafi verið af braut enduruppbyggingar velferðarkerfisins. Forseti ASÍ sagði verkalýðshreyfinguna hrópa á lægri verðbólgu og vexti. Hann sagði að mestar líkur væru á gerð skammtíma kjarasamnings til 6-12 mánaða, einskonar vopnahlé, sem yrði notað til að undirbyggja lengri samning þar sem stöðugleiki og aukin kaupmáttur væri megin stefið. Ekki væri hlustað á tillögur ASÍ varðandi hugmyndir um tekjuskatt með útfærslu sem myndi koma lág- og millitekjufólki mjög til góða.  Ljóst er að án aðkomu ríkisstjórnar við gerð kjarasamninga muni viðræðum verða stefnt á mjög varhugaverðar brautir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir íslenskan vinnumarkað. 

Nánari upplýsingar um ályktanir og fyrirlestra fundarins má finna á heimasíðu ASÍ.
Ályktun um kjaramál.
Ályktun um velferðarkerfið.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.