Fréttir

Kjaramálakönnun – tökum öll þátt!

Unnið að kröfugerð Verk Vest Unnið að kröfugerð Verk Vest

Undirbúningur vegna kröfugerðar Verk Vest er að komast á loka metrana. Samninganefnd félagsins mun funda mánudagskvöldið 19. janúar til að leggja lokahönd á kröfur félagsins. Haldnir hafa verið kjaramálafundir víða um félagssvæðið ásamt því sem farið hefur verið í vinnustaðaheimsóknir til að kanna hug félagsmanna. En við viljum líka heyra í þeim sem komust ekki á fundina og þess vegna er nauðsynlegt að sem flestir gefi sér tíma til að svara stuttri kjaramálakönnun á netinu. Ekki er hægt að rekja hver sendir inn upplýsingarnar, en fyrirtækið Intellecta heldur utan um niðurstöður könnunarinnar. Samninganefnd mun byggja niður stöður sínar á efni könnunarinnar ásamt þeim áherslupunktum sem hafa komið fram á kjaramálafundum félagsins

Ágætu félagsmenn tökum öll þátt í að móta kröfugerð félagsins og svörum könnuninni!

KJARAMÁLAKÖNNUN

Deila