miðvikudagurinn 17. desember 2014

Konfekt og kaffi hækka um tugi prósenta

Verð á jólamat hefur hækkað nokkuð í verði síðan í desember 2013 í flestum verslunum. Þó má finna all nokkur dæmi um verðlækkanir. Verslanirnar Bónus, Víðir og Samkaup-Úrval hafa frekar lækkað verð en hækkað. Hjá Nettó, Iceland og Fjarðarkaup hefur verð frekar hækkað en lækkað.

Verð á konfekti hækkar um allt að 36% milli ára

135 gr. Nóa konfektkassi hefur hækkað töluvert í verði síðan í desember 2013. Mesta hækkunin er um 30% hjá Fjarðarkaupum, 20% hjá Samkaupum-Úrvali, 16% hjá Iceland, og 12% hjá Nettó og Krónunni, 6% hjá Hagkaupum, 5% hjá Bónus en Nóa konfektið lækkað í verði um 1% hjá Nóatúni og 5% hjá Víði. 520 gr. konfektkassi hefur hækkað um allt að 33% og 1 kg. askjan hefur hækkað um allt að 31%.

En það er ekki bara Nói-Síríus sem hefur hækkað hjá sér verð, því verðið á 460 gr. Lindu konfektkassa hefur einnig hækkað en mesta hækkunin er um 36% hjá Nettó, 27% hjá Fjarðarkaupum, 19% hjá Nóatúni, 15% hjá Bónus, 12% hjá Iceland og 1% hjá Krónunni. Lindu konfektið er á sama verði og fyrra hjá Samkaupum-Úrvali en hefur lækkað í verði um 4% hjá Hagkaupum.

Jólakaffið frá Kaffitár hefur hækkað um 29% hjá Krónunni, 27% hjá Nettó, 26% hjá Fjarðarkaupum, 22% hjá Víði, 15% hjá Hagkaupum, 10% hjá Samkaupum-Úrvali en lækkað í verði um 10% hjá Bónus. 

Nánar er fjallað um verðbreytingar á vef ASÍ

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.