fimmtudagurinn 6. september 2012

Kosningar um kjarasamninga smábátasjómanna

Frá kjörfundi sjómanna á Ísafirði janúar 2009
Frá kjörfundi sjómanna á Ísafirði janúar 2009
Sú ákvörðun hefur verið tekin vegna kosninga um kjarasamning smábátasjómanna á félagssvæði Verk Vest að kjördeildir verði á Ísafirði og Patreksfirði fyrir smábátasjómenn á félagssvæðinu. Á Ísafirði verður kjördeildin opin alla virka daga 12. - 28. september frá kl.08.00 - 16.00. Á Patreksfirði verður kjördeildin opin alla virka daga 12. - 28. september frá kl.12.00 - 16.00. Þeir smábátasjómenn sem þess óska geta fengið kjörgögn send í pósti. Þeim kjörgögnum þarf að skila í kjördeildir á Ísafirði eða Patreksfirði fyrir kl.16.00 föstudaginn 28. september.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.