Translate to

Fréttir

Laun ríkisstarfsmanna sem eru félagsmenn hjá Verk Vest hækka afturvirkt um 1,8%

Ríkisstarfsmenn sem eru í aðildarfélögum ASÍ, þ.e. félagsmenn RSÍ, Samiðnar, VM, SGS og félaganna í Flóabandalaginu fá nú í fyrsta sinn svokallaða launaskriðstryggingu sem gefur að meðaltali 1,8% hækkun á laun afturvirkt frá 1. janúar 2017. Þetta er gert á grundvelli samnings sem ASÍ gerði við ríkið 21. desember 2017 og byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá október 2015.

Leiðréttingin kemur til útborgunar á flestum stöðum þann 1. mars. Þetta er gert til að tryggja að launaskrið á almenna vinnumarkaðnum nýtist líka starfsfólki hjá hinu opinbera. Allir félagsmenn Verk Vest sem starfa hjá ríkisstofnunum eiga rétt á leiðréttingunni.

Tryggingin er mæld út frá launaskriði árin 2013 til 2016 en annað uppgjör verður svo gert fyrir árin 2017 og 2018 og leiðrétt ef tilefni er til. Útfærsla tryggingarinnar er misjöfn eftir landssamböndum.

Deila